Vista Cay / Íbúðir og raðhús

 Vista Cay, glæsilegar íbúðir og raðhús  í Vista Cay hverfinu, sem er rétt við International Drive götuna, bak við Convention Center, frábær staðsetning í Orlandó. Góð sameigileg aðstaða í lokuðu hverfi með sundlaug og klúbbhúsi. Hægt að labba að International Drive. Ca. 5 mín. keyrsla í Flórída Mall.   Disney skemmtigarðurinn, 25 mín. keyrsla. Hægt er að labba út í næstu matvöruverslun, ný Publix. Margir golfvellir eru í nágrenninu.  Bíósalur er í klúbbhúsinu. Verðin eru misjöfn eftir árstíma. Íbúðirnar eru leigðar út á sama máta og hótel, nema það er mun ódýrara en hótel gisting, þegar fleiri en 2 pers. eru saman.  Það geta allt að 6- 8 manns gist í íbúðunum. Stórar og rúmgóðar íbúðir.  Góð aðstaða, allt sem þarf til dvalar í fríinu. Einnig eru í boði raðhús, sem eru með 3 svefnherb. og 3,5 baðherb. Þau eru á 3 hæðum,  ekki með prívat garði, heldudr er sameiginleg aðstaða innan hverfisins. Við hliðina á  klúbbhúsinu í Vista Cay þar eru meðal annars netcafe, tækjasalur og sundlaug.  Þetta er lokað og nýlegt hverfi..  Sjá nánar HÉR  myndir af svæðinu.