Um mig

Ég heiti Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir og er vesturbæingur úr Reykjavík. Ég hef verið búsett i Orlandó, Flórída, sl. 26. ár. Áður bjó ég í 3 ár á Puerto Rico, í Karabíska hafinu og flutti þaðan til Napolí, Ítalíu í 3 ár. Síðan dvaldi ég 10 ár á Íslandi. Ég er Lyfjatæknir að mennt frá University of Florida.  Rek mína eigin ferðaskrifstofu, og sérhæfi mig í skemmtisiglingum, og leiguhúsnæði í Orlandó, og víðar á Flórída skaganum. Ég hef einnig verið farastjóri með hópa frá Íslandi í skemmtisiglingum í Karabíska hafinu. Ég er alltaf í beinu sambandi við skipafélögin, og sæki námskeið og fundi hjá þeim reglulega. Einnig hef ég skoðað og siglt með flestum skipafélögunum sem sigla frá Flórida. Þannig að ég hef góða þekkingu á því sem ég býð uppá, og get svarað flestum öllum spurningum varðandi skipafélögin.  Ég er  meðvituð um það hvað Íslendingar vilja helst, og þekki ég  Orlandó svæðið vel til að finna bestu gististaðina . Ég miðla áfram  allri þeirri þekkingu og reynslu sem ég hef fengið á þessum 26 árum í Orlandó Flórída.