Um Floridafri.com

Flórídafri er persónuleg ferðaskrifstofa staðsett í Orlandó Flórída. Hún hefur verið starfrækt síðan 2005. Ég, Guðrún I. Gunnarsdóttir rek ferðaskrifstofuna, og sérhæfi mig í skemmtisiglingum um allan heim, með öllum skipafélögunum. Einnig sel ég All-Inclusive Resorts, í Karabíska hafinu, ss. Cancun, Mexico og víðar. Hótel og íbúðir eru líka í boði.

Ég þjóna mínum kúnnum, og býð uppá akstur til og frá skipshlið gegn sanngjörnu verði. Einnig fræði ég fólk um hvað það geti átt von á að upplifa í siglingunni og fl.

Hópar eru velkomnir. Þegar bókaðir eru hópar, sem eru 8 klefar, hver með 2 pers., þá fær hópurinn yfirleitt betra verð, og fleira sem skipafélagið býður þeim uppá. Í boði er að bóka akstur fyrir hópa, til og frá skipshlið. Einnig eru leiguíbúðir, fallegar nýlegar íbúðir miðsvæðis í Orlandó. Allt nýtt og huggulegt þar.

Verðin á skemmtisiglinunum eru alltaf þau sömu og skipafélögin sjálf bjóða uppá. Ef það er tilboð í gangi hjá þeim, þá eru þau líka í gangi hjá Floridafri.com. Ekki er rétt að bera saman verðin á Evrópsku vefsíðunum, þar sem ég er staðsett í Bandaríkjunum.

Mín von er að sem flestir prófi að fara í skemmtisiglingu. Hún hentar öllum aldurshópum. Hún er frábær fyrir brúðkaupsferðir, afmæli og fleira sem halda á uppá. Það er aldrei eins rómantískt eins og að vera í siglingu með elskuhuganum, hvort sem það er í brúðkaupsferð eða venjulegri skemmtisiglingu. Í Bandaríkjunum er sagt að einungis rétt innan við 50% af Bandaríkjamönnum hafi farið í skemmtisiglingu. Ef það verður aukning á því, þá er flotinn varla tilbúinn að taka á móti fleirum, svo vinsælar eru siglingarnar. Nýjustu skipin bókast alltaf fljótt, og einnig siglingar sem eru vinsælar.