Siglingar

Af hverju að nota Ferðaskrifstofu þegar bókað er á netinu?   Ferðaskrifstofur, bjóða uppá sömu verðin og skipafélögin gera á þeirra vefsíðum, en ferðaskrifstofur bjóða uppá persónulega þjónustu, og aðstoða viðskiptavinina persónulega þegar þess þarf. Vefsíður skipafélaganna bjóða ekki uppá það. Þegar td. eitthvað  kemur uppá, þá er gott að hafa Ferðaskrifstofu sem kemur til aðstoðar. Ég þarf oft að hafa samband við skipafélögin út af mörgum misjöfnum málum sem hafa komið upp hjá viðskiptavinum. Og hef alltaf gert það með jákvæðri þjónustulund og mun gera það  áfram fyrir mína kúnna.  

  

Flórídafri.com:                     

Við bjóðum uppá skemmtisiglingar með öllum skipafélögunum sem bjóða uppá þær. Erum með frábærar nýjar íbúðir til leigu, miðsvæðis í Orlandó, 2ja og 3ja svefnherb., sem taka allt að 10 manns í gistingu. Einnig eru raðhús með 3 svefnherb., á 3 hæðum, í sama hverfinu. Finnum og bókum hótel,við hæfi.  Akstur til og frá skipi. Bókum akstur fyrir hópa, og hótel fyrir hópa. Bílaleiga á sanngjörnu verði í Orlandó, hafið samband til að fá verðin.  Einnig Resorts/hótel  við strönd á eyjunum í Karabíska hafinu, ss. Sandals og fleiri, þar sem allt er innifalið í verðinu . Frábært fyrir pör, eða brúðkaupsferðir. Flórída hefur uppá margt og marga staði að bjóða, bæði á austur og vestur ströndinni. Margt að skoða td. syðst á vesturströndinni, þar er borgin Naples, og Marco Island, og fleiri frábærir staðir. Síðan eru St. Pete Beach, Sarasota og Bradenton strendur, sem eru norðar,  á vestur ströndinni. Á austurströndinni er Miami vinsæl, ásamt Ft.Lauderdale, Key West, sem er syðsti punktur Bandaríkjanna. Ekki má gleyma Orlandó, sem er vinsælasta fjölskyldu borgin í Flórída. Flórída er líka vinsæl fyrir golfara

HVERNIG ER SKEMMTISIGLING?

Hvort sem leytað er að helgar siglingu eða lengri siglingu, með vinum, eða
fjölskyldu, eða rómantísku fríi, þá bjóða skemmtisiglingar upp á allt sem hægt er
að hugsa sér í góðu fríi, frábær matur innifalinn í verðinu,topp skemmtanir um borð,
boðið er uppá margsskonar athafnir um borð, svo ekki sé minnst á fallegu staðina sem
skipið stoppar á í Karabíska hafinu eða í Mexico flóanum og þar í kring.
Klefarnir bjóða uppá að 1 til 5 manns geta gist í hverjum klefa, og þeir eru svala klefar,
glugga klefar og klefar án glugga. Svo eru einnig í boði stærri klefar, sem eru með svölum
eru kallaðir svítur. Einnig er hægt að finna klefa sem eru með hurð á milli, td. fyrir hópa, eða
fjölskyldur, þá er hægt að fara á milli klefanna þar,eða hafa dyrnar opnar á milli klefanna.
Þannig klefar bókast oft fljótt, þar sem þeir eru ekki það margir í boði.
En alltaf er best að bóka siglingar snemma, til að fá bestu verðin, sem boðið er uppá, síðan
fara verðin hækkandi, því nær sem dregur að siglingardeginum. Oft er hægt að fylgjast með verðinu á siglingunum, hvort þau hafi hækkað eða lækkað, eftir að bókun á sér stað. Og lækka þannig fargjaldið.
Í flestum skipunum er boðið uppá skemmtanir og gæslu fyrir krakka, þar sem þeim leiðist ekki.
Þar er fullt prógram, með mikið af uppákomum allan daginn, og einnig á kvöldin. Þetta er allt innifalið í verðinu á siglingunni.
Einnig er í boði frábær Spa aðstaða um borð, og snyrtistofa og  nuddstofa er líka í boði.
Carnival skipafélagið býður uppá Serenity hæð, þar sem einungis þeir sem eru orðnir
21. árs fá að nota. Þar eru betri bekkir og heitur pottur og fl. sem er boðið uppá, og alger
friður til hvíldar, og sólbaða, eða til að lesa góða bók.

Maturinn er einnig frábær um borð. Á kvöldin er borðað í betri sal, þar er mjög hugguleg
aðstaða, þjónað til borðs. En í hádegi og morgunverð er einnig hægt að fara  í hlaðborð, þar er
úr mörgu að velja, frábært úrval og mikill og góður matur í boði.
Frá Flórída er siglt frá, Port Canaveral höfn, (50 mín frá Orlando), Miami höfn, Ft.Lauderdale höfn,
Tampa höfn, og Jacksonville höfn. Einnig er í boði að sigla frá Washington DC höfn, og New York höfn.
Hvernig væri að prófa þessa skemmtilegu upplifun, að fara í skemmtisiglingu!

Fyrsta skemmtisiglingin mín með Royal Caribbean.

Þetta er fyrsta siglingin mín með Royal Caribbean skipafélaginu, Liberty of the Seas. Skipið tekur 3700 farþega, og 2000 manns í áhöfninni. Andinn í skipinu er á milli þess að vera Dinseyland og Las Vegas. Ég get ekki gert að því að ég horfi með aðdáun á sérstaka stiga sem liggja upp að aðal götunni í skipinu.

 Við tékkuðum okkur inn í skipið auðveldlega, ef horft er á það að það voru þúsundir manns að tékka sig inn á sama tíma. Það gekk fljótt að fara í gegn í röðinni, af því ég  gat haldið á báðum töskunum sem ég var með, þær voru litlar. Einnig er í boði að láta taka töskurnar við komuna að skipinu, og fá þær síðan við klefan fyrir brottförina. Við komuna í klefan, hóf ég að taka upp úr töskunum mínum og raða vel í þær skúffur og hillur sem voru þar. Gott að nota allt sem þar er í boði á meðan siglt er. Ég tók of mikið af fötum með mér, en gerir maður það ekki alltaf.  Tók með betri föt fyrir 2 kvöld, og um leið tvenna skó, og svo tók ég líka létt föt til að vera í á daginn og sundfötin og fl.  En allt komst vel fyrir í klefnum mínum.

  Flestar siglingar bjóða uppá formal kvöldmat, Gala eða Kapteins kvöld. Þá vilja flestir vera í sínum bestu klæðum, því einnig er í boði að láta taka myndir. Þær er hægt að skoða næsta dag, og ekki er gert ráð fyrir að fólk kaupi þær allar, eða neinar af þeim, ef því er að skipta. En þessar myndir eru oftast frábærar og geyma góðar fallegar ferðasögur. En auðvitað er það undir hverjum og einum hvernig þeir klæðast í betri matsalnum, svo lengi sem fólk klæðir sig snyrtilega og er ekki í sturtusandölum, með hatta. Gott er að hafa með sér léttan og ljósan klæðnað, þar sem oft er vel heitt yfir daginn, þegar fólk fer í land.

 Margt er í boði þegar komið er um borð. Siglingin sjálf er í raun seld á sanngjörnu verði, en það er margt sem hægt er að bæta við það verð, mikið um þjónustu um borð. En fólk ræður alveg hvað það eyðir um borð, nema þjórfé, sem þarf að greiðast á meðan á siglingunni stendur. Oftast er í boði sérstakur veitingarstaðir sem bjóða uppá einstaka þjónustu, og eru á mjög sanngjörnu verði, miða við það sem fólk fær, og þjónustuna þar. En þetta eru allt valkostir. Gott er að vera meðvitaður um það hvað pantað er og kvittað er fyrir um borð, hvort sem það eru drykkir eða einhver önnur þjónusta um borð, svo ekki sé talað um spilavítin um borð.

Þegar ég var búin að ganga frá öllu í klefanum mínum, vorum við komin út á haf, og allt sem sást var endalaus sjór. Eitt sem er sérstakt við skemmtisiglingar er að hægt er að horfa á sólina setjast mjög vel. Og ef þú vaknar rétt fyrir sólarupprásina, þá er frábært að fara á efstu hæðina, og njóta þess að sjá þetta undur. Þó að margir séu um borð í skipinu, allt að 5000 manns, þá hef ég alltaf verið ein þarna á efstu hæðinni að horfa á sólarupprásina. Það er frábært að upplifa.          

 


Miami höfn.    Nýlegt skip frá Carnival skipafélaginu, Carnival Vista, siglir frá Miami höfn í 8 daga, í suður Karabíska hafið. Frábærar eyjur: Grand Turk, Curacao, Aruba og La Romana, Dominican Republic. Alltaf bestu veriðn hjá Carnival skipafélaginu og mest innifalið í verðinu. Allt frábærar eyjur. Miami höfn er stærsta höfnin með skemmtiferðaskip í Bandaríkjunum. Flest skipafélögin eru með einhver skip sem sigla þaðan. Miami höfn er þekkt fyrir einstakt útsýni yfir borgina, þegar siglt er frá höfninni.

Nú sigla 3 skip frá Port Canaveral höfn, frá Carnival skipafélaginu, það eru Breeze, siglir í 7 daga, Elation siglir í 3 og 4 daga, og Liberty siglir í 4 og 5 daga. Allt frábær skip. 

Brúðkaupsferðir. Þar er hægt að láta dekra við sig, vakna upp á nýjum stað á hverjum degi, eins og 5 stjörnu fljótandi hótel. Hægt að  panta svítur sem eru með prívat þjónustu, efst í skipinu. Það getur ekki orðið betra, prívat svalir og heitur pottur og bar á veröndinni, í sumum skipunum. Margir láta gifta sig um borð, eða á ströndinni, síðan er haldið um borð í skipið, og þar er salur með allri þjónustu sem þarf. Frábærir ljósmyndarar taka myndir bæði um borð og á ströndinni.

Siglingar með glænýjum skipum,
Carnival Mardi Gras, kemur til Orlandó hafnar í nóvember, 2020. Frábært glænýtt skip. Mikil ásókn.

Uppkast af ferðatilhögun:
Flogið beint til Orlando, Flórída á föstudegi, gist á hóteli 1 nótt. Síðan er akstur frá hóteli beint að skipi um hádegi daginn eftir. Komið er til Flórída aftur snemma á laugardags morgni, og þá getur fólk farið beint til Íslands sama dag eða gist í Orlandó  í einhverja daga, áður en haldið er aftur til Íslands. Akstur í boði á sanngjörnu verði. 16 manns eða fleiri, verða hópar, og fá afslætti, og fleira sem skipafélagið býður uppá. Allt fer til neytandans. Einnig eru tilboð í siglingar í Evrópu.
Hafið samband á netpósti: Gunna90@hotmail.com Eða í síma: 407 247 4645.

Best er að panta siglingarnar beint á netpósti, Gunna90@hotmail.com eða í síma, 407 247-4645. Þannig fást afslættir,og spurningum svarað um leið.  Skemmtisigling er frábær leið til að halda upp á afmæli, brúðkaups-afmæli,ættarmót,og fl. Hægt er að panta kampavín og jarðaber,og hafa í klefanum þegar komið er í klefan. Margt fleira er hægt að panta,og koma gestum á óvart með  í siglingunni. Frábær skemmtun og upplifun. Öll  skipafélagin gefa út E-miða í siglingarnar. Hægt er að nálgast miðana á vefsíðu skipafélaganna ,eftir að búið er að greiða siglinguna að fullu.
HÓPAR: 8 KLEFAR OG FLEIRI!
Hópar, sem panta 8 klefa eða fleiri, fá sérstakan afslátt, eða einhvern glaðning  við komuna! Flestar aðrar ferðaskrifstofur bjóða kúnnunum ekki uppá þessa afslætti. Allir afslættir og tilboð fara beint til neytandans!   Það er tilvalið  að halda fjölskyldumót í skemmtisiglingu, allur matur og þjónusta er við hendina og er innifalin. Bara að njóta þess að vera saman.
SKEMMTISIGLINGAR –  þjónustan
Skemmtisiglingar eru orðnar einn vinsælasti ferðamátinn í dag. Þar er í boði allt sem þarf til skemmtilegrar dvalar, allt á einum stað. 5 stjörnu matsalur og þjónusta, frábær skemmtiatriði, og einstök sólbaðs aðstaða í skipinu. Og bara þægindi.
Klefarnir eru þrifnir tvisvar á dag!