»

des.
01

Allure of the Seas og Oasis of the Seas, stærstu skipin.

Allure of the seas og Oasis of the Seas eru stærstu og nýjustu skip Royal Carribean skipafélagsins. Allure of the seas siglir frá Fort Lauderdale höfn, en Oasis of the seas siglir frá Orlandó höfn, bæði sigla í 7 daga siglingar, á víxl í austur Karabíska hafið og vestur Karabíska hafið.

Allure of the Seas fór í sína jómfrúarferð í desember 2010. Allure of the Seas er hreint undraverk og um borð eru nýjungar, sem engin önnur skip bjóða. Þar má nefna lystigarðinn „Central Park“, „The Boardwak“, sem er opið afturþilfar með karnival stemmningu.

Klefar eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, sjónvarpi með flatskjá, ísskáp eða smábar – eftir vali, hárþurrku, snyrtiborði og öryggishólfi. Baðherbergi með sturtu og snyrtivörum.