«

»

feb.
04

Hópar. þegar hópar eru bókaðir þá fá allir T-boli í kaupbæti.

Nú er rétti tíminn að bóka skemmtisiglingu fyrir hópa. Skemmtisiglinar eru frábærar fyrir alla hópa sem vilja njóta sín og slappa vel af, öll þjónusta er við hendina, og við erum að tala um topp þjónustu, skemmtanir um borð, og afslöppun og afþreying af mörgu tagi. Frábær sólbaðs aðstaða um borð, nóg um að vera alla daga og öll kvöld. Hver dagur kemur með nýja upplifun, nýr staður sem hægt er að skoða. Karabíska hafið er með 7 daga siglingar, og allt að 10 daga siglingar. Miðjarðarhafið býður uppá  siglingar um norður eða suður Evrópu, eða Panama skurðinn,  Hawaii, eða Alaska siglingar og margir fleiri staðir um allan heim. Ef bókaðir eru 8 klefar og hver með minnst 2 pers., þá er ýmislegt í boði frá skipafélaginu, ss. kredit til notkunar um borð. Bestu verðin eru þegar bókað er snemma. Margir bóka 12- 18 mánuðum fyrirfram, en það þarf einungis að  borga staðfestingargjald til að bóka klefa og halda þannig verðinu, síðan er restin greidd ca.8-10 vikum fyrir brottförina. Það sem er innifalið í verðinu er allur matur, og það er nóg af góðum mat, öll þjónustan um borð, allar skemmtanir um borð og afnot af því sem skipið hefur uppá að bjóða.  Það sem þarf að greiða aukalega, er þjórféð, sem er $13.50 á dag fyrir manninn, áfengi og gosdrykkir. Hægt er að kaupa gos og áfengis pakka í upphafi siglingarinnar. Ferðir í landi eru ekki innfaldar. Hafið samband til að  fá uppl. : Gunna90@hotmail.com  Eða hafa samband í síma: 407 247 4645. Skype: Gudrun I.Gunnarsdottir