þjónustan

Verðin á skemmtisiglingum hjá Floridafri.com  eru alltaf þau sömu og skipafélögin sjálf auglýsa á sínum vefsíðum, en þau  geta einnig verið ódýrari. Engin auka kostnaður er við að bóka siglingu, gistingu í Flórída, eða aðra þjónustu. Best er að hafa ferðaskrifstofu aðila til aðstoðar þegar bókað er á netinu,  þá er öruggt að fólk fær þjónustu skildi eitthvað koma  uppá, eða þegar fólk er með spurningar.  

Hérna neðar er hægt að finna sjálfur  siglingar og bóka  sjálfur beint á netinu. Margt fleira er í boði á ferðasíðunni hérna, smellið á hnappana sem eiga við,  hérna fyrir neðan.

Siglingar        Flug         Bílaleiga         Hótel        Frí          Áhugavert

Finnið okkur á Facebook:   Floridafri.com

 Verðin hjá Flórídafri.com eru þau sömu og skipafélögin auglýsa á sínum vefsíðum.

Allure of the Seas
Allure of the Seas , skip Royal Caribbean skipafélagsins.  Allure of the Seas er 225.000 tonn, 1,187 langt, hefur 1,956 svala klefa, 254 klefa með glugga, og 46 klefa ætlaða fyrir fatlaða. Það er 5,070.632 pund af vatni í sundlaugunum og heitu pottunum um borð. Skipið hefur 24 lyftur.  Er með 16 hæðir. Tekur 6,296 gesti um borð, og áhöfnin telur 2,165 manns. Í boði eru þessar tegundir klefa: Royal Loft Suite, með svölum, Royal suite með svölum, Presidential Suite með svölum, Sky loft suite með svölum. Aquatheater suite með svölum, Crown loft suite með svölum. Og venjulega klefa með svölum. Frábært og glæsilegt skip. Myndir frá Allure of the Seas

 Hópar, saumaklúbbar, hjónaklúbbar, skipsáhafnir, tilboð fyrir hópa í siglingarnar, ef það eru 8 klefar eða fleiri pantaðir í einu.  Bestu verðin eru alltaf þegar pantað er snemma. Góð og persónuleg þjónusta fyrir alla borgara.

Fleiri skipafélög bjóða uppá siglingar yfir Atlantshafið á góðu verði. Hafið samband.

 Til að halda verðinu og klefanum fráteknum, þarf að greiða staðfestingargjald.,sem er $ 500- fyrir klefan, miða við 2 pers. saman, í 7 daga siglingar.  Síðan er lokagreiðslan greidd ca. 8 vikum fyrir siglinguna. Þessar siglingar eru á frábærum verðum, miða við allt sem er í boði, og lengd á siglingunni.

Hópur ánægðra Íslendinga í siglingu á vegum Floridafri.com.

Meðmæli frá viðskiptavini;
Ég vill bara þakka kærlega fyrir okkur og okkar samskipti vil ég bara sega að ég var dálítið efins um að græja svona ferð í gegnum þig en verð að sega að þú ert sú allra þægilegasta maneskja sem ég hef átt svona viðskipti við og þú átt stórt hrós skilið fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur mér fynnst ég þekkja þig því svo auðveld hafa samskipti okkar verið eins og á milli tveggja vina en allavega vildi ég koma þakklæti til þín og þú mátt svo sannalega eiga von á að við höfum samband við þig aftur þegar tímarnir eru aðrir og ég mun sega frá okkar samskiptum og hrósa þinni vinnu sem þú hefur unnið svo fagmanalega. En og aftur þakka kærlega fyrir okkur og vonandi gengur þér sem allra best um alla framtíð…..
Halldór Björgvinsson og fjölskylda.

Meðmæli frá viðskiptavini 2012:Sæl Guðrún!

Ég vildi bara deila því með þér að ferðinn okkar var dásamleg í alla staði.

Art var indæll og það var gott að ferðast með honum.  Skipið var æðislegt og áfangastaðirnir frábærir.  Sérstaklega ST. Thomas og St. Martiin.  Já og veðrið það klikkaði ekki, sól og blíða JVið erum strax farin að safna fyrir næstu ferð og munum klárlega hafa samband við þig aftur.Takk kærlega fyrir alla hjálpina Kveðja,

Þorgerður Guðný

Upplifun hóps, frá siglingu 2013.

Sæl Guðrún !

Við vildum bara þakka kærlega fyrir okkur. Okkur langar að fara aðeins yfir okkar sýn á ferðina.

Við byrjuðum á að gista á Marriott hótelinu nálægt flugvellinum, það var mjög smekklegt og fínt hótel.  Morgunverðurinn góður og allt í góðum málum.

Næstu nótt gistum við á öðru Marriott hóteli í Ft Lauderdale, það var í allt öðrum klassa, ekki eins hreinlegt, morgunverðurinn fátæklegur og allt á plastdiskum og glösum.

Mjög líklega er verið að gera upp lobbýið þvi salurinn sem átti að heita lobbý og morgunverðarsalur var mjög lítill.  En þetta var nú bara ein nótt og held að flestir hafi sofið ágætlega.

Allt stóðst varðandi rútuferðirnar, rúturnar voru tímanlega, bílstjórarnir liðlegir og allt í góðum málum.  Eina sem undirrituð saknaði voru öryggisbelti í rútunum.

Við vorum svo mjög ánægð með siglinguna sem við fórum í með Allure of the seas.  Inntékkun og úttékkun gekk ótrúlega vel og hratt fyrir sig. Skipið mjög flott og ótrúlega

mikið framboð af afþreyingu um borð, endalaust úrval af veitingastöðum og hægt að hafa nóg fyrir stafni allan tímann.  Einhverjir fóru á Chicago, aðrir á skautasýningu, einhverjir á klifurvegginn og svo var opið

mót á brimbrettum !!!! Hópurinn skemmti sér mjög vel.

Við borðuðum öll kvöldin í matsalnum, vorum farin að kunna því vel að vera þar með sömu borðin og sömu þjónana sem stjönuðu við okkur.  Starfsfólkið allt í skipinu var mjög kurteist og almennilegt.

Karlarnir fengu boðsmiða í brúnna og gátu rætt aðeins við skipstjórann og stýrimanninn.  Ekki leiðinlegt fyrir stýrimennina og skiptjórana frá Vestmannaeyjum að gera smá samanburð.

Ströndin á Hahiti var mjög snyrtileg og hugguleg og fínt að rölta þar í land enda ekki langt að  fara frá borði.

Á Jamaica fór stór hluti hópsins í siglingu á bambusfleka niður Martha brae ánna.  Held að það hafi allir verið sammála því að það hafi verið ótrúlega skemmtileg upplifun og mikið hlegið.

Eitthvað svo nálægt því að upplífa stemningu innfæddra.  Allavega innfæddir að sigla með okkur á þessum flekum og sumir jafnvel pínu skakkir sem kom ekki að sök.

Í Mexicó fór stór hluti hópsins á námskeið sem hét Salsa, salsas, margarita.  Það byrjaði vel og var bara fyndið að setjast niður með kokkahúfur og svuntur og eiga að læra að útbúa drykki og fl.

Salsas.  En eins og það þarf nú ekki mikið til að skemmta þessum hópi sem er alltaf í stuði að þá endaði þetta með því að við gengum út.  Leiðindin yfirtóku námskeiðið og held við höfum.

Öll verið sammála því að þetta væri bara alveg hreint hundleiðinlegt.  Stúlkan sem stjórnaði þessu var jú mjög hress en blaðraði stanslaust allan tímann og að læra að útbúa 6 tegundir af

Salsas í einum rykk er algjörlega of mikið af því góða.  Við semsagt yfirgáfum staðinn áður en danskennslan hófst sem líklegast hefur þó verið skemmtilegust en þolinmæðin var á þrotum.

Það voru fleiri en okkar hópur sem yfirgaf staðinn og við gátum ekki séð að neinum finndist þetta skemmtilegt nema kannski í byrjun,  þetta var allllllttttoooffff langdregið……….

Ég fór á þjónustuborðið í skipinu og lét vita um ónægju okkar en var bent á að hafa samband við turninn þar sem ferðirnar voru bókaðar en það var lokað þar þegar ég ætlaði að ræða við þá.

Finnst samt mikilvægt að skipafélagið viti um þetta, því eins og ég segi það er sko ekki erfitt að skemmta þessum hóp.  Held að allir hafi séð eftir dollurunum sem fóru í þetta námskeið.

Gistingin á Florida Mall hótelinu var mjög fín, flottari en maður átti von á miðað við hagstætt verð.

Við áttum svo góða heimferð og getum ekki beðið eftir að fara í næstu ferð með hópnum sem líklegast eftir 4-5 ár

Takk fyrir okkur kærlega

Sólrún og Gylfi Viðar

Fáið uppgefin verð á netpósti: Hópar Gunna90@hotmail.com eða á Skype: Gudrun I. Gunnarsdottir
Sendið póst, eða hringið í síma: 407- 247 4645.  Öllum pósti svarað fljótt.